1. Vöruskilmálar
Skilmálar

Verð, myndir og vörulýsingar á netinu eru birtar með fyrirvara um villur. Varan er eign seljanda uns greitt hefur verið fyrir hana að fullu.

a. Verð vöru/þjónustu og öllum aukakostnaði

Vöruverð
Verð hverrar vöru er sýnilegt í vefversluninni með vsk. og án flutningskostnaðar.
Verð vöru getur breyst frá degi til dags. Kaupandi greiðir það verð sem er í gildi við kaupstaðfestingu. Ef lítið er til af vörunni þegar hún er pöntuð er ekki hægt að tryggja að hún sé til þegar gengið er frá pöntuninni og Majubúð tekur ekki ábyrgð á því. Majubúð mun þá vera í sambandi og reyna að finna sambærilega vöru eða leysa úr því máli eins og hægt er.Ef mistök eða rangar upplýsingar hafa verið birtar er það leiðrétt eins fljótt og auðið er.

b. Vöruskil og endurgreiðslu
Skila – Skipta
Öllum óskemmdum og ónotuðum vörum í upprunalegum pakkningum má skila innan 30 daga frá kaupum gegn greiðslukvittun. Skila má vörunum að fosshálsi 5-9, Yd design og mun þá vera gefin út inneignanóta. Varan er tekin til baka á því verði sem hún er hverju sinni nema kassakvittun sýni fram á annað verð. Við skil á vöru er gefin út inneignarnóta.Útsöluvörum eða vörum á hærri en 30% afslætti er ekki hægt að skila eða skipta.
Jólagjöfum má skipta til 31. desember.Gölluð vara er bætt með nýrri vöru eða viðgerð.

Skil á vörum eru sendar til:
Yd design
Fossháls 5-9
110 Reykjavík

c. Eiginleikarvöru eða þjónustu sem samningurinn fjalla um – ég er ekki að skilja þennann lið…kannski Fjarsala – sala í gegnum vefverslun og síma.

2. Ábyrgðarskilmálar
Ábyrgð
Ábyrgðir seljanda eru í samræmi við það sem kveðið er á um í lögum um neytendakaup. Ábyrgð á galla á vöru er 30 dagar frá því að kaupandi fékk vöru afhenta. Einstakar vörur eða vörumerki hafa lengri ábyrgðartíma. Er slíkt tekið fram í hverju tilfelli fyrir sig.
Ábyrgð er ekki staðfest nema pöntunarstaðfes­tingu og kvittun fyrir kaupum sé framvísað.
Ábyrgð nær ekki til eðlilegs slits eða notkunar á vöru. Þá fellur ábyrgð úr gildi ef átt hefur verið við vöru á verkstæði án samþykkis seljanda. Ábyrgð fellur jafnframt niður ef rekja má bilun til illrar eða rangrar meðferðar á vöru.
Seljandi áskilur sér rétt til að sannreyna að galli eða bilun heyri undir ábyrgðarskilmála, innan eðilegra tímamarka.
Seljandi ber enga ábyrgð á tjóni sem kann að verða á vöru í flutningi. Verði vara fyrir tjóni frá því að hún er send frá seljanda til kaupanda er tjónið á ábyrgð kaupanda.

a. Upplýsingar um gildistíma frá kaupum
Seljandi leitast við að afhenda vöru innan 1–4 daga, frá því pöntun er móttekin. Tekið er fram á pöntunarstaðfes­tingu hvenær kaupandi má búast við afhendingu miðað við valda sendingarleið. Seljandi afhendir aðeins vörur innanlands.
Ef afhendingu vöru seinkar mun seljandi tilkynna það kaupanda ásamt upplýsingum um hvenær pöntunin verður tilbúin til afhendingar.

3. Afhendingarskilmálar
Seljandi leitast við að afhenda vöru innan 1-4 virka daga frá því að pöntun er móttekin og greitt hefur verið fyrir vöruna.

a. Afhendingarmáti
Kaupandi skal við móttöku vöru athuga án tafar og innan eðlilegra tímamarka hvort varan sé ógölluð, í samræmi við pöntunarstaðfestingu og vörulýsingu. kaupandi ber ábyrð ef varan skemmist í flutningi. Eðlilegur afhendingartími viðskiptavinar telst vera 10dagar.

b. Afhendingartími
Eðlilegur athugunartími viðskiptavinar telst vera innan 10 daga.

c. Flutningsaðili
Íslandspóstur.

d. Sendingarkostnaður
Sendingarkostnaður greiðist af kaupenda.